Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jochumsson

(16. mars 1842–4. sept. 1923)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jochum hreppstjóri Magnússon í Skógum í Þorskafirði og kona hans Þóra Einarsdóttir. Albróðir síra Matthíasar skálds. Þókti brátt ágætur fjármaður. Bjó í Hraundal upp af Langadalsströnd 1868–75 og varð þar vel fjáreigandi, á Óspakseyri 3 ár og víðar, síðast að Tindum í Geiradal, var hreppstjóri 9 ár í Geiradal og oddviti 6 ár. Eftir 5 ára búskap að Tindum, fekk hann konu sinni búið þar, tók að sinna trúmálum og dvaldist hér og þar. Var í Vesturheimi 1897–1900. Dvaldist síðan oftast í Rv. á vetrum. Samdi fjölda guðfræðilegra smárita og orkti talsvert. Var mikilmenni og dugnaðarforkur, höfðingi í lund og góðviljaður.

Kona (1872): Kristín Þórarinsdóttir í Svansvík, Hannessonar, og hafði hún verið bústýra hans.

Börn þeirra: Arnór Aðalsteinn að Tindum, Þóra Júlíana dó óg., Ágústa Lovísa átti Tómas kaupmann Brandsson í Hólmavík (Óðinn IX; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.