Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Högnason

(um 1735–8. maí 1784)

Bóndi.

Foreldrar: Högni Eiríksson á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði og f. k. hans Gróa Björnsdóttir sýslumanns að Burstarfelli, Péturssonar. Mun hafa numið skólalærdóm að einhverju leyti, en ekki orðið stúdent, sem sumar heimildir telja. Hann bjó á Ljósalandi, Ljótsstöðum, en síðast Hámundarstöðum í Vopnafirði og andaðist þar úr hor.

Kona: Ragnheiður (f. um 1738) Helgadóttir; hún fluttist frá Hámundarstöðum 1785 að Fremri Hlíð í Vopnafirði, en fór þaðan 1787, og lagðist þá sú jörð í eyði, og má vera, að Ragnheiður hafi þá flutzt vestur á land (í Bitru).

Börn þeirra, er upp komust: Ragnheiður (f. um 1772, d. 1. ág. 1843 í Dagverðarnesi á Skarðsströnd, óg. og bl.), Björn (f. um 1774, d. 9. maí 1856) í Dagverðarnesi (HÞ. BB. Sýsl. TI, bls. 724–ð).

Einar Högnason (um 19. febr. 1772–A4. júní 1843). Stúdent, bóndi.

Foreldrar: Högni lögréttumaður Benediktsson (d. 27. dec. 1819, 84 ára) að Ytri Skógum og kona hans Guðný (d. 19. mars 1818) Jónsdóttir lögréttumanns í Selkoti, Ísleifssonar. F. að Skógum. Lærði 2 vetur undir skóla hjá síra Oddi Sverrissyni í Steinsholti (síðar Stóra Núpi), tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1789, stúdent 1795. Var síðan með foreldrum sínum, til þess er hann tók við búi þeirra í Ytri Skógum 1804, lét af búskap 1839, en var þar til dauðadags. Hann var maður vel metinn, hæglátur, lét lítt berast á og sókti aldrei um prestakall.

Kona (22. maí 1804): Ragnhildur (–13. nóv. 1857) Sigurðardóttir prests í Reynisþingum, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Sigríður f.k. síra Kjartans Jónssonar í Ytri Skógum, Högni stúdent, Guðný átti launson (Eyjólf) með vinnumanni föður síns, Sigurði Þorsteinssyni, gekk síðan að eiga Þorstein Sigurðsson í Borgarhöfn, Ólafur hreppstjóri að Núpi í Fljótshlíð, Sigurður að Þverlæk í Holtum, síra Þorsteinn á Kálfafellsstað, Elín átti síra Jón Jónsson í Steinnesi, Sigríður yngri átti Tómas Sigurðsson í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, Guðríður átti Jón Arnoddsson að Rauðhálsi í Mýrdal, Ámundi á Miðengi, síðar Efra Apavatni í Grímsnesi, Margrét f. k., Kjartans Magnússonar á Leirum, Ragnhildur s.k. Bjarna Árnasonar á Fitjarmýri, Guðrún átti Stefán alþingismann Eiríksson í Árnanesi, Solveig átti síra Jón Sigurðsson á Prestsbakka (HÞ.).

Einar lllugason (1613–19. ág. 1689).

Prestur.

Foreldrar: Illugi (d. 1. maí 1634) Vigfússon á Kalastöðum og kona hans Sesselja Árnadóttir prests í Holti undir Eyjaföllum, Gíslasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1629 og varð stúdent líkl. 1635.

Vígðist 17. maí 1640 aðstoðarprestur síra Odds Oddssonar á Reynivöllum og fekk prestakallið 1642, við uppgjöf hans.

S. á. féll skriða á bæinn, en menn björguðust, fjósið tók af, og fórust 13 nautgripir. Olli þetta tilkalli síra Einars til síra Odds vegna innstæðu kirkjunnar; kom til dóms 1644, og lauk með samskotum til handa síra Oddi til lúkningar síra Einari.

Hann var eftirgangssamur um réttindi kirkjunnar og átti því deilur við nokkura menn, einkum frændur sína, Orm Vigfússon í Eyjum og Vigfús, son hans, enda fyrirhyggjumaður, alvörugefinn og vandlætingasamur, þótt hann væri vel snauðum mönnum og góðgerðasamur. Hann bjó fyrst á Reynivöllum, en er (líklega vegna landskemmda á Reynivöllum) kominn að Vindási (sem var konungsjörð), eigi síðar en 1660, og mun hafa búið þar til dauðadags. Var prófastur í Kjalarnesþingi 1657–1681 (þá sagði hann því starfi af sér).

Fekk síra Snæbjörn, son sinn, sér til aðstoðarprests 1674, lét algerlega af prestskap 1684.

Kona: Guðríður (d. 1693) Einarsdóttir í Ásgarði, Teitssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Einar í Görðum á Álptanesi, síra Snæbjörn á Reynivöllum, Guðríður var fyrst s. k.

Odds Eiríkssonar á Fitjum, síðar Þorleifs Sigurðssonar að Esjubergi (HÞ.;: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.