Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Högnason
(1692–1770)
Stúdent, lögréttumaður.
Foreldrar: Síra Högni Ámundason að Eyvindarhólum og kona hans Þórunn Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. F. að Eyvindarhólum. Lærði undir skóla hjá föðurbróður sínum, síra Páli Ámundasyni á Kolfreyjustað, tekinn í Skálholtsskóla 1707, stúdent 1713. Mun hafa misst rétt til prestskapar 1718 fyrir barneign með Sesselju Vigfúsdóttur (sakeyrisreikningar Rangárþings), átti og síðar (um 1726) barn með Sesselju Einarsdóttur. Bjó lengi að Ytri Sólheimum í Mýrdal, á Ketilstöðum í sömu sveit 1756–62, en síðan og til dauðadags í Nesi (sem um þær mundir var tekið að nefna Skarnes eða Skammnes og síðar Skagnes).
Hann var hraustur að afli og kallaður hinn sterki. Var lögréttumaður frá 1730 og fram yfir 1750.
Kona: Þórunn (f. um 1700) Þórðardóttir klausturhaldara að Kirkjubæjarklaustri (d. 1738), Þorleifssonar. Dóttir þeirra: Þórunn, átti launbarn með Jóni svarthöfða Runólfssyni, síðan tvíbura með Þorleifi nokkurum í Mýrdal og enn barn, er ekki varð feðrað og hét Sigríður; loks giftist hún Runólfi nokkurum (HÞ.).
Stúdent, lögréttumaður.
Foreldrar: Síra Högni Ámundason að Eyvindarhólum og kona hans Þórunn Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. F. að Eyvindarhólum. Lærði undir skóla hjá föðurbróður sínum, síra Páli Ámundasyni á Kolfreyjustað, tekinn í Skálholtsskóla 1707, stúdent 1713. Mun hafa misst rétt til prestskapar 1718 fyrir barneign með Sesselju Vigfúsdóttur (sakeyrisreikningar Rangárþings), átti og síðar (um 1726) barn með Sesselju Einarsdóttur. Bjó lengi að Ytri Sólheimum í Mýrdal, á Ketilstöðum í sömu sveit 1756–62, en síðan og til dauðadags í Nesi (sem um þær mundir var tekið að nefna Skarnes eða Skammnes og síðar Skagnes).
Hann var hraustur að afli og kallaður hinn sterki. Var lögréttumaður frá 1730 og fram yfir 1750.
Kona: Þórunn (f. um 1700) Þórðardóttir klausturhaldara að Kirkjubæjarklaustri (d. 1738), Þorleifssonar. Dóttir þeirra: Þórunn, átti launbarn með Jóni svarthöfða Runólfssyni, síðan tvíbura með Þorleifi nokkurum í Mýrdal og enn barn, er ekki varð feðrað og hét Sigríður; loks giftist hún Runólfi nokkurum (HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.