Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Hálfdanarson

(24. maí 1831–4. júní 1913)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Hálfdan Einarsson á Eyri í Skutulsfirði og f.k. hans Álfheiður Jónsdóttir prests að Möðrufelli, Jónssonar. Nam trésmíðar í Kh. 1850–4. Bjó síðan fyrst með föður sínum, síðan í Hnífsdal, en síðast (1870–1901) í Hvítanesi í Ögursveit og var þar til æviloka. Gegndi mörgum trúnaðarstörfum, hafði mikið bú, þó að eigi væri hann efnamaður, vel metinn, bókamaður.

Kona (1856): Kristín (d. 1894) Ólafsdóttir prests Thorbergs á Breiðabólstað í „Vesturhópi.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur (dó í 6. bekk latínuskólans), Jónas (dó um tvítugt), Guðrún óg. í Hvítanesi, Hálfdan að Hesti í Súðavíkurhreppi, Guðfinnur húsmaður í Hvítanesi, Vernharður hreppstjóri í Hvítanesi, Helgi í Skarði í Ögursveit, Ólöf Svanhildur sst. (Óðinn XI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.