Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Hákonarson
(um 1584–18. júní 1649)
Sýslumaður.
Foreldrar: Hákon sýslumaður Árnason í Klofa og kona hans Þorbjörg Vigfúsdóttir sýslumanns, Þorsteinssonar. Hann mun snemma hafa orðið umboðsmaður föður síns í Árnesþingi, en 1607 galt hann 30 rd. í festu fyrir sýsluna (lénsreikn. 1606– 7) og hefir þá tekið við henni af föður sínum. Hélt hann sýsluna síðan til 1627, er fógeti veik honum frá, eftir skipan hirðstjórans Holgeirs Rosenkrantz, og hafði hann ekki sýsluvöld eftir það. Kærði Einar þetta á alþingi 1628, en alþingi treystist ekki til þess að dæma um málið (Alþb. Ísl.). Hitt er auðsætt, að hann hefir átt einhverjar deilur við Holgeir Rosenkrantz, og kemur það fram af 2 konungsbréfum 23. mars 1631; við ýmsa minni háttar menn átti hann deilur, og er það skiljanlegt eftir lýsingu á honum, sem finna má í góðri heimild: „Hann var skynsamur maður sagður utan öls, en hinn mesti óróamaður og svo sem vitstola með drykkjuskap, í hvern hann lagðist þó freklega; kom þar fyrir í féútlát og forakt.“ Hann bjó að Ási í Holtum, en andaðist í svefni á ferðalagi, á Breiðabólstað í Ölfusi; var lík hans flutt að Ási. Til er brot úr dómabók hans 1619–24 (AM. 254, 4to.; uppskrift í þjóðskjalasafni).
Kona (11. sept. 1608): Ragnheiður (f. um 1586, d. 1631) Magnúsdóttir sýslumanns prúða, Jónssonar.
Dætur þeirra: Kristín átti Markús sýslumann Snæbjarnarson að Ási, Hólmfríður f.k. Benedikts: klausturhaldara Pálssonar á Möðruvöllum (þau bl.), Ingibjörg (talin af Árna Magnússyni „fáráður vesalingur“) átti Sigurð Hákonarson sýslumanns í Nesi, Björnssonar; þau bjuggu á Breiðabólstað í Ölfusi, og sóaði hann öllum eignum þeirra (Saga Ísl. V; BB. -Sýsl.; HÞ.) Einar Hálfdanarson (um 1695–17. mars 1753).
Prestur.
Foreldrar: Hálfdan lögréttumaður.
Jónsson að Reykjum í Ölfusi og kona hans Anna Einarsdóttir sýslumanns í Traðarholti, Eyjólfssonar. Hann komst eftir 1703 til móðurbróður síns, Halldórs sýslumanns Einarssonar á Einarsstöðum í Reykjadal, sem andaðist í bólunni miklu, en var síðar hjá stjúpa móður sinnar, 23* sem bjó á Óslandi. Lærði í Hólaskóla, stúdent þaðan 1715, var síðan að Reykjum í Ölfusi hjá stjúpföður sínum, Magnúsi Einarssyni, vígðist 14. mars 1717 aðstoðarprestur síra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli, en skyldi jafnframt gegna Selvogsprestakalli, fekk Kirkjubæjarklaustursprestakall 2. okt. 1720 og hélt það til dauðadags, varð prófastur í Skaftafellsþingi 1749 og var það til dauðadags. Með honum og Eyvindi duggusmið Jónssyni, sem varð klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs 1730, hófst deila þegar 1731 og varð hún mjög langvinn (Blanda sögufél.). Einnig komst hann þegar í deilu við eftirmann Eyvindar, Jón Brynjólfsson Thorlacius, sem tók við klaustrinu 1747. Hann bjó á Prestsbakka, síðan á Hörgslandi, síðan aftur á Prestsbakka. Var maður skarpur, vel að sér, skáldmæltur (sjá Lbs.), stundaði vel embætti sitt, en þókti stygglyndur nokkuð.
Hann hafði áhuga á fornfræði.
Eftir hann liggur nokkuð í ritstörfum: Um kristindómsbálka (JS. 62, 4to.), latneskar þýðingar á Íslenzkum fornkvæðum (í British Museum), rithöfundartalsbrot (má vera, að sé þar, og í JS. 480, 4to.), Skýrsla um Öræfajökul (pr. í Blöndu 1), Leið í milli Skóganúps og Lómagnúps (sst.), „Gestur og garðbúi“ (samtal, JS. 400 b, 4to.), nokkurar smáritgerðir einkum málfræðilegs efnis, þar á meðal vísnaskýringar og orðaskýringar, sem er í rauninni fornyrt kvæði (JS. 266 og 270, 4to., sjá 216, 4to.). Hann hefir og samið vörn fyrir Bergþórsstatútu (sjá JS. 180, 4to.).
Kona (1730): Guðrún (d. 10. maí 1768) Sigurðardóttir prests að Brjánslæk, Snorrasonar.
Börn þeirra: Hálfdan rektor að Hólum, Álfheiður f. k. síra Tómasar Skúlasonar á Grenjaðarstöðum, Sigurður heyrari í Skálholti, síra Ólafur að Snæfjöllum (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Hákon sýslumaður Árnason í Klofa og kona hans Þorbjörg Vigfúsdóttir sýslumanns, Þorsteinssonar. Hann mun snemma hafa orðið umboðsmaður föður síns í Árnesþingi, en 1607 galt hann 30 rd. í festu fyrir sýsluna (lénsreikn. 1606– 7) og hefir þá tekið við henni af föður sínum. Hélt hann sýsluna síðan til 1627, er fógeti veik honum frá, eftir skipan hirðstjórans Holgeirs Rosenkrantz, og hafði hann ekki sýsluvöld eftir það. Kærði Einar þetta á alþingi 1628, en alþingi treystist ekki til þess að dæma um málið (Alþb. Ísl.). Hitt er auðsætt, að hann hefir átt einhverjar deilur við Holgeir Rosenkrantz, og kemur það fram af 2 konungsbréfum 23. mars 1631; við ýmsa minni háttar menn átti hann deilur, og er það skiljanlegt eftir lýsingu á honum, sem finna má í góðri heimild: „Hann var skynsamur maður sagður utan öls, en hinn mesti óróamaður og svo sem vitstola með drykkjuskap, í hvern hann lagðist þó freklega; kom þar fyrir í féútlát og forakt.“ Hann bjó að Ási í Holtum, en andaðist í svefni á ferðalagi, á Breiðabólstað í Ölfusi; var lík hans flutt að Ási. Til er brot úr dómabók hans 1619–24 (AM. 254, 4to.; uppskrift í þjóðskjalasafni).
Kona (11. sept. 1608): Ragnheiður (f. um 1586, d. 1631) Magnúsdóttir sýslumanns prúða, Jónssonar.
Dætur þeirra: Kristín átti Markús sýslumann Snæbjarnarson að Ási, Hólmfríður f.k. Benedikts: klausturhaldara Pálssonar á Möðruvöllum (þau bl.), Ingibjörg (talin af Árna Magnússyni „fáráður vesalingur“) átti Sigurð Hákonarson sýslumanns í Nesi, Björnssonar; þau bjuggu á Breiðabólstað í Ölfusi, og sóaði hann öllum eignum þeirra (Saga Ísl. V; BB. -Sýsl.; HÞ.) Einar Hálfdanarson (um 1695–17. mars 1753).
Prestur.
Foreldrar: Hálfdan lögréttumaður.
Jónsson að Reykjum í Ölfusi og kona hans Anna Einarsdóttir sýslumanns í Traðarholti, Eyjólfssonar. Hann komst eftir 1703 til móðurbróður síns, Halldórs sýslumanns Einarssonar á Einarsstöðum í Reykjadal, sem andaðist í bólunni miklu, en var síðar hjá stjúpa móður sinnar, 23* sem bjó á Óslandi. Lærði í Hólaskóla, stúdent þaðan 1715, var síðan að Reykjum í Ölfusi hjá stjúpföður sínum, Magnúsi Einarssyni, vígðist 14. mars 1717 aðstoðarprestur síra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli, en skyldi jafnframt gegna Selvogsprestakalli, fekk Kirkjubæjarklaustursprestakall 2. okt. 1720 og hélt það til dauðadags, varð prófastur í Skaftafellsþingi 1749 og var það til dauðadags. Með honum og Eyvindi duggusmið Jónssyni, sem varð klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs 1730, hófst deila þegar 1731 og varð hún mjög langvinn (Blanda sögufél.). Einnig komst hann þegar í deilu við eftirmann Eyvindar, Jón Brynjólfsson Thorlacius, sem tók við klaustrinu 1747. Hann bjó á Prestsbakka, síðan á Hörgslandi, síðan aftur á Prestsbakka. Var maður skarpur, vel að sér, skáldmæltur (sjá Lbs.), stundaði vel embætti sitt, en þókti stygglyndur nokkuð.
Hann hafði áhuga á fornfræði.
Eftir hann liggur nokkuð í ritstörfum: Um kristindómsbálka (JS. 62, 4to.), latneskar þýðingar á Íslenzkum fornkvæðum (í British Museum), rithöfundartalsbrot (má vera, að sé þar, og í JS. 480, 4to.), Skýrsla um Öræfajökul (pr. í Blöndu 1), Leið í milli Skóganúps og Lómagnúps (sst.), „Gestur og garðbúi“ (samtal, JS. 400 b, 4to.), nokkurar smáritgerðir einkum málfræðilegs efnis, þar á meðal vísnaskýringar og orðaskýringar, sem er í rauninni fornyrt kvæði (JS. 266 og 270, 4to., sjá 216, 4to.). Hann hefir og samið vörn fyrir Bergþórsstatútu (sjá JS. 180, 4to.).
Kona (1730): Guðrún (d. 10. maí 1768) Sigurðardóttir prests að Brjánslæk, Snorrasonar.
Börn þeirra: Hálfdan rektor að Hólum, Álfheiður f. k. síra Tómasar Skúlasonar á Grenjaðarstöðum, Sigurður heyrari í Skálholti, síra Ólafur að Snæfjöllum (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.