Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Hjörleifsson

(2. nóv. 1798 [1797, Vita]–19. ágúst 1881)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hjörleifur Þorsteinsson á Hjaltastöðum í Útmannasveit og f.k. hans Bergljót Pálsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Magnússonar. F. á Bakka.

Lærði í heimaskóla hjá Þórði, bróður sínum, og síðan síra Birni Vigfússyni á Eiðum, stúdent frá Geir byskupi Vídalín 1815, vígðist 20. júlí 1823 aðstoðarprestur föður síns og hélt því starfi til 1828, var síðan embættislaus 4 ár, en 1832 aðstoðarprestur síra Salómons Björnssonar að Dvergasteini og fekk það prestakall 1835, eftir lát hans, en Vallanes 14. maí 1850, lét af prestskap 1878.

Varð r. af dbr. 2. ág. 1874. Var með merkari prestum á 19. öld og mikilhæfur maður.

Kona 1 (29. okt. 1818): Elín (d. 28. júní 1829, 50 ára) Vigfúsdóttir prests, í Garði, Björnssonar; þau bl.

Kona 2 (7. júlí 1830): Þóra (d. 19. jan. 1855) Jónsdóttir vefara Schjölds Þorsteinssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Guttormur, d. 1860, ókv. og bl., síra Hjörleifur að Undornfelli, Árni d. 1865 ókv. og bl., Þórey átti Þórarin Stefánsson á Skjöldólfsstöðum, Þórður hreppstjóri á Skjöldólfsstöðum (d. 1873), Elín (d. 1885) átti Lúðvík veræzlunarstjóra Schou, Björn, d. 1871, ókv. og bl., Margrét (d. 1885) átti Sölva smið Jónsson á Víkingsstöðum, Bergljót átti fyrr Þórð í Sauðhaga Jónsson, en síðar Einar í Sauðhaga, bróður hans, Jón í Fjarðarkoti og á Bóndastöðum, Stefán á Galtastöðum og Sörlastöðum.

Kona 3: Jórunn Anna (f. 1810, d. 14. ágúst 1892) Stefánsdóttir prests á Völlum í Svarfaðardal, Þorsteinssonar; þau bl. (Vitæ ord. 1823; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.