Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Hjálmsson

(15. öld)

.

Prestur. Foreldrar: Hjálmur (d. 1411) Marteinsson á SyðstaVatni og Ástríður Jörundsdóttir. Er meðal 12 klerka og 12 leikmanna, er votta á Hólum í Hjaltadal 12. júní 1430, að þeir hafi aldrei heyrt né vitað annað en veiting Grenjaðarstaðar í Reykjadal hafi legið undir Hólabiskup, fyrr en Jón prestur Pálsson nú kom út með veitingarbréf erkibiskupsins fyrir staðnum. Er og meðal votta á Hólum 20. ág. s. á., er Jón biskup Vilhjálmsson biður, að Jón prestur haldi þann dóm, sem biskupar hafa yfir honum sagt. 18. sept. s. á. skipar Jón biskup síra Einar ráðsmann á Hólum (Dipl. Isl. IV; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.