Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Hjaltason

(um 1747–30. apríl 1827)

Prestur.

Foreldrar: Hjalti Þórðarson að Felli í Kinn og kona hans Ragnheiður Björnsdóttir að Stóru Laugum, Arngrímssonar. F. að Felli. Tekinn í Hólaskóla 1761, stúdent þaðan 10. maí 1769, með meðalvitnisburði. Var á skólaárum sínum á sumrum að Laufási, hjá síra Jóni Vídalín, var síðan hjá síra Jóni Þórarinssyni í Vogum við Mývatn, vígðist aðstoðarprestur hans 20. okt. 1771, en fekk Mývatnsþing 24. júlí 1777, bjó í Vogum til 1792, en eftir það að Arnarvatni; fekk Stað í Kinn 28. jan. 1809 og fluttist þangað um vorið, tók sér aðstoðarprest, síra Gísla Evertsson Wium, og sagði af sér prestskap 15. jan. 1826 frá næstu fardögum. Hann fekk gott orð.

Kona 1: Ólöf (d. úr holdsveiki 23. apr. 1805, 57 ára) Jónsdóttir prests í Vogum, Þórarinssonar.

Börn þeirra: Jón að Núpum, Hjalti (daufdumbur), Helga átti Gamalíel Halldórsson bónda við Mývatn, Björn að Hólum í Reykjadal.

Kona 2 (10. okt. 1805). Guðný (d. 4. okt. 1824) Jónsdóttir, ekkja síra Stefáns Þorleifssonar að Presthólum (þau bl.).

Kona 3: Guðrún (d. 27. apríl 1843, 79 ára) Björnsdóttir sýslumanns, Tómassonar, og hafði hún verið þrígift áður (BB. Sýsl.); þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.