Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Hjaltason
(6. nóv. 1852–14. nóv. 1932)
Bóndi. Forfeldrar: Hjalti hreppstjóri Jónhannsson í Þórisholti í Mýrdal og kona hans Tala Runólfsdóttir skálds í Skagnesi, Sigurðssonar. Bjó á ýmsum býlum í Mýrdal, síðast í Kerlingardal, sem hann keypti 1912, hýsti og bætti stórlega, sem fleiri jarðir, þar er hann bjó, enda fekk hann tvisvar verðlaun úr ræktunarsjóði. Árin 1895–1912 átti hann heima í kauptúninu í Vík í Mýrdal, tók þar land til ræktunar, var þá og formaður, og fór af honum mikið orð, sigamaður ágætur, enda djarfur maður, fjörmikill og manna vaskastur, Sinnti ýmsum sveitarstörfum.
Kona (1875): Ingibjörg Sigurðardóttir að Giljum í Mýrdal.
Börn þeirra, sem upp komust: Sigurbjörg átti Magnús póst Einarsson í Vík, Svanhildur átti Bjarna kaupfélagsstjóra Runólfsson í Vík, Haraldur í Kerlingardal (Óðinn XXIII; Br7.)).
Bóndi. Forfeldrar: Hjalti hreppstjóri Jónhannsson í Þórisholti í Mýrdal og kona hans Tala Runólfsdóttir skálds í Skagnesi, Sigurðssonar. Bjó á ýmsum býlum í Mýrdal, síðast í Kerlingardal, sem hann keypti 1912, hýsti og bætti stórlega, sem fleiri jarðir, þar er hann bjó, enda fekk hann tvisvar verðlaun úr ræktunarsjóði. Árin 1895–1912 átti hann heima í kauptúninu í Vík í Mýrdal, tók þar land til ræktunar, var þá og formaður, og fór af honum mikið orð, sigamaður ágætur, enda djarfur maður, fjörmikill og manna vaskastur, Sinnti ýmsum sveitarstörfum.
Kona (1875): Ingibjörg Sigurðardóttir að Giljum í Mýrdal.
Börn þeirra, sem upp komust: Sigurbjörg átti Magnús póst Einarsson í Vík, Svanhildur átti Bjarna kaupfélagsstjóra Runólfsson í Vík, Haraldur í Kerlingardal (Óðinn XXIII; Br7.)).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.