Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnljótur Árnason
(1778 – 7. dec. 1865)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Árni (f. 1740) Sigurðsson á Gunnsteinsstöðum í Langadal (sst., Þorlákssonar) og kona hans Elín (d. 30. júlí 1839, 89 ára) Arnljótsdóttir í Litladal, Jónssonar. Bjó á Gunnsteinsstöðum stóru búi yfir 40 ár, efnaður og forsjáll.
Lengi hreppstjóri. Greindur maður og einarður. Naut almenns trausts og virðingar á þeim óróatímum og óöld, er þá gekk yfir Langadal. Kona: Guðrún (d. 21. mars 1855, 63 ára) Guðmundsdóttir ríka í Stóradal, Jónssonar. Einkabarn þeirra: Elín (d. 1891, 83 ára) átti Guðmund alþm. Arnljótsson á Guðlaugsstöðum (M.B.; kirkjubækur).
. Hreppstjóri. Foreldrar: Árni (f. 1740) Sigurðsson á Gunnsteinsstöðum í Langadal (sst., Þorlákssonar) og kona hans Elín (d. 30. júlí 1839, 89 ára) Arnljótsdóttir í Litladal, Jónssonar. Bjó á Gunnsteinsstöðum stóru búi yfir 40 ár, efnaður og forsjáll.
Lengi hreppstjóri. Greindur maður og einarður. Naut almenns trausts og virðingar á þeim óróatímum og óöld, er þá gekk yfir Langadal. Kona: Guðrún (d. 21. mars 1855, 63 ára) Guðmundsdóttir ríka í Stóradal, Jónssonar. Einkabarn þeirra: Elín (d. 1891, 83 ára) átti Guðmund alþm. Arnljótsson á Guðlaugsstöðum (M.B.; kirkjubækur).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.