Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Helgason

(25. júní 1867–11. okt. 1935)

Garðyrkjustjóri í Rv.

Foreldrar: Helgi Pálsson á Leifsstöðum og víðar og kona hans Kristbjörg Einarsdóttir í Saltvík, Jónassonar.

Lærði í Eiðaskóla 1885–T, síðan garðyrkju hjá Schierbeck landlækni, dvaldist síðan að garðyrkjunámi í Danmörku 1894–7. Var 1898–1920 ráðunautur búnaðarfélags Suðuramts og Íslands í ýmsum greinum og hélt uppi gróðrarstöð, en var garðyrkjustjóri síðan og til æviloka. Ritstörf: Bjarkir, Rv. 1915; Leiðbeiningar um hænsarækt, Rv. 1915; Leiðarvísir í ræktun inniblóma, Rv. 1916; Um matjurtarækt, Rv. 1917; Hvannir, Rv. 1926; margar ritgerðir í Búnaðarriti, Frey og Ársriti garðyrkjufélags. Ritstjóri Freys (með öðrum) 1904–16.

Kona (1906): Kristín Guðmundsdóttir á Þorfinnsstöðum, Eiríkssonar.

Sonur þeirra: Eiríkur húsameistari í Rv. (Óðinn V; Freyr, 30. árg.; Búnaðarrit 1938).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.