Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Hannesson

(1781– 11. apríl 1870)

. Spítalahaldari, hreppstjóri. Foreldrar: Hannes lögréttumaður Jónsson í Kaldaðarnesi og kona hans Guðný Nikulásdóttir bónda í Auðsholti í Ölfusi, Jónssonar. Bóndi í Kaldaðarnesi 1813–1856 og jafnframt spítalahaldari holdsveikraspítalans þar, til þess er hann var lagður niður 1848.

Hreppstjóri í Sandvíkurhreppi fjölda ára. Stundaði formennsku í Þorlákshöfn á vertíðum. Auðgaðist vel og var kallaður Einar ríki. Átti heima á Dísastöðum frá 1861 og dó þar, blindur. Kona (7. júní 1813): Kristín (f. 1788, d. 18. nóv. 1855) Guðmundsdóttir sýsluskrifara í Langholti í Flóa, Eiríkssonar í Bolholti. Börn þeirra: Hannes bóndi í Tungu í Flóa, Þorbjörg á Dísastöðum óg. og bl., Magnús bóndi í Öndverðanesi, Kristín bústýra Jósefs Sveinssonar á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Sonur Einars, áður en hann kvæntist, með Guðnýju Arnórsdóttur í Selfosskoti, Vigfússonar, var Þorkell bóndi í Mundakoti á Eyrarbakka.

Launsonur Einars með Margréti Loptsdóttur á Reykjavöllum, Guðmundssonar, er einnig talinn Gísli bóndi í Hafliðakoti, er kallaður var sonur Guttorms Magnússonar á Háeyri (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.