Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Halldórsson

(um 1702–1767)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Halldór Þorláksson að Bægisá og kona hans Guðríður Ólafsdóttir lögréttumanns að Egilsá, Guðmundssonar. F. að Bægisá. Lærði í Hólaskóla, stúdent þaðan 1722 eða 1723, gekk þá þegar í þjónustu Jóhanns sýslumanns Gottorps á Þingeyrum, fekk 12. mars 1728 uppreisn fyrir lausaleiksbrot (með Arnfríði Magnúsdóttur 1725 eða 1726), hóf búskap að Syðri Bægisá 1728, átti um 1730 barn fram hjá konu sinni (með Guðnýju Einarsdóttur), lét af búskap og yfirgaf konu sína um 1750, fluttist þá að Hjaltabakka til síra Björns Þorlákssonar, sem átti Kristínu systur hans, og var þar til dauðadags.

Kona (um 1728): Arnfríður Jónsdóttir á Kroppi í Eyjafirði, Brandssonar.

Börn þeirra: Benedikt á Geirastöðum, Einar, Halldór, Elísabet átti Guðmund Bjarnason frá Breiðavaði í Langadal, Sigríður átti Magnús Björnsson (prests á Hjaltabakka, Þorlákssonar, f.k. hans) , Jórunn átti Þorstein Jónsson að Neðra Ási, Karítas f.k. Gísla Arasonar að Enni í Refasveit (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.