Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Halldórsson
(17. öld)
Stúdent.
Foreldrar: Halldór lögréttumaður (d. 1696) Einarsson í Þrándarholti og kona hans Hallbera Magnúsdóttir að Skriðufelli, Eiríkssonar (systir Þorsteins skálds að Hæli). Hann lærði í Skálholtsskóla og hefir orðið stúdent þaðan um 1685–6, fekk 16. júlí 1686 predikunarleyfi frá Þórði byskupi Þorlákssyni, sem nefnir, að hann hafi hagað sér „meistaralega“, en bindur leyfið því skilyrði, að hann sé heill að heilsu og rænu, og bendir það á, að borið hafi talsvert á geðbilun hjá honum, enda varð hann ekki langlífur, andaðist „úr fásinnu“, eftir því sem ættbækur herma, ókv. og bl. (HÞ.).
Stúdent.
Foreldrar: Halldór lögréttumaður (d. 1696) Einarsson í Þrándarholti og kona hans Hallbera Magnúsdóttir að Skriðufelli, Eiríkssonar (systir Þorsteins skálds að Hæli). Hann lærði í Skálholtsskóla og hefir orðið stúdent þaðan um 1685–6, fekk 16. júlí 1686 predikunarleyfi frá Þórði byskupi Þorlákssyni, sem nefnir, að hann hafi hagað sér „meistaralega“, en bindur leyfið því skilyrði, að hann sé heill að heilsu og rænu, og bendir það á, að borið hafi talsvert á geðbilun hjá honum, enda varð hann ekki langlífur, andaðist „úr fásinnu“, eftir því sem ættbækur herma, ókv. og bl. (HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.