Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Halldórsson
(1. júlí 1736–21. okt. 1772)
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Einarsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Gilsbakka, Eyjólfssonar. F. á Stað. Tekinn í Skálholtsskóla 1754, stúdent 6. maí 1759, mun síðan hafa verið hjá bróður sínum, síra Birni í Sauðlauksdal, og skrifari Eggerts Ólafssonar 1760–2, vígðist 21. nóv. 1762 aðstoðarprestur síra Halldórs Brynjólfssonar í Hraungerði og fekk það prestakall í okt. 1765, við uppgjöf hans, en vegna veikinda (holdsveiki) varð hann að láta af prestskap og fekk lausn 10. sept. 1766, fór síðan vestur að Sauðlauksdal og andaðist þar ókv. og bl. Hann var skáldmæltur, orkti erfiljóð á latínu eftir Eggert Ólafsson; kálvísur (í ÍB. 68, Svo.) munu fremur vera eftir hann en síra Einar Hálfdanarson. Finnur byskup kallar hann „vel lærðan mann“ (HÞ.; SGrBf.).
TE ) –20. sept. 1605).
Prestur.
Foreldrar: Hallgrímur Þorsteinsson á Egilsstöðum í Vopnafirði (Sveinbjarnarsonar prests að Múla) og Guðný Sveinbjarnardóttir (að því er talið er). Var heimilisprestur Odds lögmanns. Gottskálkssonar að Reynistaðarklaustri og var með honum, er hann drukknaði, 1556. Virðist árin 1559–60 hafa verið í þjónustu Gísla byskups Jónssonar (sjá Dipl. Isl.). Virðist vera prestur í Húnavatnsþingi 1570, en er orðinn prestur í Skálholtsbyskupsdæmi lo má vera þá þegar að Útskálum, og þangað er hann a. m. k. kominn 1580; var hann þar til dauðadags.
Kona: Þóra Eyvindardóttir (Bps. bmf. H.).
Börn þeirra: Síra Guðmundur á Staðastað, síra Bergsveinn að Útskálum, Halldóra átti Árna Magnússon í Njarðvík, Guðný átti fyrr Jón Halldórsson, en síðar Helga Torfason í Höfn í Melasveit.
Launsonur síra Einars var síra Þorsteinn að Mosfelli í Mosfellssveit (HÞ.: SGrBf.).
Einar (Thorlacius) Hallgrímsson (4. sept. 1846–12. mars 1926). Kaupmaður.
Foreldrar: Hallgrímur gullsmiður Kristjánsson á Akureyri og kona hans Ólöf Einarsdóttir prests Thorlaciuss í Saurbæ í Eyjafirði. Fór ungur að verzlun og varð veræzlunarstjóri, lengst Gránufélags, lengstum á Vestdalseyri (til 1914), en rak verzlun í Vopnafirði til 1924, hvarf þá til dóttur sinnar og andaðist í Keflavík. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var brezkur varaumboðsmaður á Vestdalseyri. Vel gefinn maður og öruggur.
Kona (1873): Vilhelmína (d. 1921) Pálsdóttir að Hofi í Hjaltadal, Erlendssonar.
Börn þeirra, sem upp komust:* Þorbjörg átti Olgeir kaupmann Friðgeirsson síðast í Rv, Hallgrímur myndasmiður á Ak. (Óðinn XXII; Br7.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Einarsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Gilsbakka, Eyjólfssonar. F. á Stað. Tekinn í Skálholtsskóla 1754, stúdent 6. maí 1759, mun síðan hafa verið hjá bróður sínum, síra Birni í Sauðlauksdal, og skrifari Eggerts Ólafssonar 1760–2, vígðist 21. nóv. 1762 aðstoðarprestur síra Halldórs Brynjólfssonar í Hraungerði og fekk það prestakall í okt. 1765, við uppgjöf hans, en vegna veikinda (holdsveiki) varð hann að láta af prestskap og fekk lausn 10. sept. 1766, fór síðan vestur að Sauðlauksdal og andaðist þar ókv. og bl. Hann var skáldmæltur, orkti erfiljóð á latínu eftir Eggert Ólafsson; kálvísur (í ÍB. 68, Svo.) munu fremur vera eftir hann en síra Einar Hálfdanarson. Finnur byskup kallar hann „vel lærðan mann“ (HÞ.; SGrBf.).
TE ) –20. sept. 1605).
Prestur.
Foreldrar: Hallgrímur Þorsteinsson á Egilsstöðum í Vopnafirði (Sveinbjarnarsonar prests að Múla) og Guðný Sveinbjarnardóttir (að því er talið er). Var heimilisprestur Odds lögmanns. Gottskálkssonar að Reynistaðarklaustri og var með honum, er hann drukknaði, 1556. Virðist árin 1559–60 hafa verið í þjónustu Gísla byskups Jónssonar (sjá Dipl. Isl.). Virðist vera prestur í Húnavatnsþingi 1570, en er orðinn prestur í Skálholtsbyskupsdæmi lo má vera þá þegar að Útskálum, og þangað er hann a. m. k. kominn 1580; var hann þar til dauðadags.
Kona: Þóra Eyvindardóttir (Bps. bmf. H.).
Börn þeirra: Síra Guðmundur á Staðastað, síra Bergsveinn að Útskálum, Halldóra átti Árna Magnússon í Njarðvík, Guðný átti fyrr Jón Halldórsson, en síðar Helga Torfason í Höfn í Melasveit.
Launsonur síra Einars var síra Þorsteinn að Mosfelli í Mosfellssveit (HÞ.: SGrBf.).
Einar (Thorlacius) Hallgrímsson (4. sept. 1846–12. mars 1926). Kaupmaður.
Foreldrar: Hallgrímur gullsmiður Kristjánsson á Akureyri og kona hans Ólöf Einarsdóttir prests Thorlaciuss í Saurbæ í Eyjafirði. Fór ungur að verzlun og varð veræzlunarstjóri, lengst Gránufélags, lengstum á Vestdalseyri (til 1914), en rak verzlun í Vopnafirði til 1924, hvarf þá til dóttur sinnar og andaðist í Keflavík. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var brezkur varaumboðsmaður á Vestdalseyri. Vel gefinn maður og öruggur.
Kona (1873): Vilhelmína (d. 1921) Pálsdóttir að Hofi í Hjaltadal, Erlendssonar.
Börn þeirra, sem upp komust:* Þorbjörg átti Olgeir kaupmann Friðgeirsson síðast í Rv, Hallgrímur myndasmiður á Ak. (Óðinn XXII; Br7.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.