Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gíslason

(um 1665–1705)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Erlendsson að Helgafelli og kona hans Kristín Vigfúsdóttir prests að Setbergi, TIIugasonar. Hann vígðist aðstoðarprestur föður síns 1687, en fekk 15. sept. 1688 prestakallið, eftir lát föður síns. Var utanlands veturinn 1699–1700 til lækninga (vegna líkþrár) og hafði þá aðstoðarprest síra Jón Jónsson, er verið hafði í Hítarnesi. En er hann kom til landsins aftur, var hann veikari en áður og lagðist til fulls í rekkju, tók þá sér til aðstoðarprests síra Gísla Sigurðsson, síðar að Kvennabrekku, lét að fullu af prestskap 1704. Hann var talinn ólíkur föður sínum að gáfum og þekkingu. Eftir hann er pr. (Safn II) „Örnefni nokkur að Helgafelli“.

Kona (líklega 1689): Þorbjörg Björnsdóttir prests á Staðastað, Snæbjarnarsonar.

Börn þeirra, er upp komust: Þórunn átti síra Guðmund Jónsson að Prestsbakka í Hrútafirði, Þóra átti Árna lögréttumann Sigurðsson á Grund í Skorradal, Björn (f. um 1697) fór utan og nam prentiðn, var skurðhagur, hraustmenni mikið, en nokkuð drykkfelldur, andaðist í Kh. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.