Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gíslason

(9. dec. 1838–8. júlí 1887)

Bóndi, alþm.

Foreldrar: Gísli Þorvarðsson á Höskuldsstöðum í Breiðdal og s. k. hans Ingibjörg Einarsdóttir að Stóra Steinsvaði, Gíslasonar.

Bjó á Höskuldsstöðum 1866–87. Var hreppstjóri. 2. þm. Sunnmýl. 1875–7.

Kona (24. sept. 1863). Guðrún Helga (d. 17. júní 1918) Jónsdóttir að Gilsá í Breiðdal, Einarssonar.

Börn þeirra: Magnús dýralæknir í Rv., Ragnheiður átti Björgvin sýslumann Vigfússon að Efra Hvoli, Sigurður í Mjóanesi, Vigfús. Ekkja Einars varð síðar s.k. síra Bergs Jónssonar í Vallanesi (Alþingismannatal; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.