Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gíslason

(25. ág. 1787–20. jan. 1866)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Einarsson í Selárdal og kona hans Ragnheiður Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar. Lærði hjá föður sínum, tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1809, stúdent 1811, með vitnisburði í betra meðallagi. Vígðist 2. ág. 1812 aðstoðarprestur föður síns, bjó í Laugardal, fekk prestakallið 5. maí 1829, við uppgjöf föður síns, fluttist þá að Selárdal, lét þar af prestskap 1863, frá fardögum 1864, fluttist þá að Neðra Bæ og var þar til æviloka. Hraustmenni, raddmaður mikill, valmenni.

Kona (29. sept. 1813): Ragnhildur (f. 28. ág. 1789, d. 8. okt. 1826) Jónsdóttir á Suðureyri í Tálknafirði, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Ragnhildur átti Jón hreppstjóra Árnason á Skeiði í Selárdal, Þórunn átti Gísla Árnason í Neðra Bæ, Sigríður fyrsta kona Jóhannesar dbrm. Þorgrímssonar á Sveinseyri, Jóhanna átti Árna Árnason að Öskubrekku, Jón dó 23 ára 1846, Þórður (Bessastsk.; Vitæ ord. 1812; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.