Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gíslason

(1840 [Br. 1842]––12. júlí 1906)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Gísli hrepp- stjóri Árnason í Neðra Bæ í Selárdal og kona hans Þórunn Einarsdóttir prests í Selárdal, Gíslasonar (þau bræðrabörn).

Varð fyrirvinna móður sinnar 1868, við lát föður síns, og voru þau þá í Hrísdal (Hringsdal), tók við búi þar 1876 og hélt til æviloka. Atorkumaður mikill, kom á síldveiðum vestra að hætti Norðmanna og smokkfiskaveiðum að hætti Frakka, fann verkfæri til skelfiskstekju, smiður góður og í röð fremstu jarðabótamanna.

Kona (16. okt. 1875): María Magnúsdóttir að Hóli í Arnarfirði, Jónssonar.

Synir þeirar: Ragnar á Kirkjubóli í Arnarfirði, Gísli lausamaður í Arnarfirði (Óðinn MI; Br7. 0.fl:).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.