Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gíslason

(14. júní 1877 – 30. maí 1949)
. Bóndi. Foreldrar: Gísli Guðmundsson á Urriðafossi í Flóa og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Lauk kennaraprófi í Flensborgarskóla 1902; stundaði síðan barnakennslu í 6 vetur. Bóndi á Urriðafossi frá 1909 til æviloka. Framkvæmdamaður í búskap; bætti vel jörð sína að húsum og ræktun. Var meðal allra fyrstu bænda, er reistu rafstöð til heimilisnota. Var 30 ár í hreppsnefnd, lengstum oddviti. Vel hagmæltur og fróðleiksmaður. Gaf sveitarfélagi sínu myndarlega fjárhæð til byggingar samkomuhúss. Kona: Rannveig Gísladóttir frá Kolsholti. Börn þeirra: Haraldur á Urriðafossi, Einar sst., Helgi bílstjóri í Rv. (Tíminn 12. júlí 1949; Minningarrit Flensborgarskóla; o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.