Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Guðmundsson

(4. mars 1854–18. febr. 1936)

Trésmiður.

Launsonur Guðmundar Einarssonar í Þverárdal með Ósk Pétursdóttur (systur Jóhanns dbrm. á Brúnastöðum). Nam trésmíðar í Rv. og í Kh., reyndist hinn hagasti maður. Bjó lengstum á Síðu í Refasveit og bætti þar jörð og hús prýðilega.

Kona (1882): Sigurlaug (f. 28. sept. 1858, d. 12. febr. 1932) Björnsdóttir, Helgasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Björn smiður við Blönduós, Elísabet giftist (d. fyrir 1934), Magdalena, Elinborg átti Jakob Bjarnason á Síðu (Óðinn XXxX; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.