Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Guðmundsson

(1776– 25. febr. 1855)
. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: -Guðmundur Jónsson á Bakka í Svarfaðardal og kona hans Ólöf Einarsdóttir í Arnarnesi, Hallgrímssonar. Bóndi á Hraunum í Fljótum. Hreppstjóri og umboðsmaður Reynistaðarklaustursjarða. Mikill búhöldur, enda vel efnaður; talinn meðal hinna merkustu bænda að hyggindum og menntun. Dbrm. 8. maí 1841. Kona (1800): Guðrún (d. 25. nóv. 1851, 82 ára) Pétursdóttir á Skeiði í Svarfaðardal, Péturssonar. Börn þeirra: Baldvin lögfræðingur, Guðmundur á Hraunum, Bessi dó ókv., Ólöf dó óg. (Norðri 1855; kirkjubækur).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.