Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Guðmundsson

(1758–2. dec. 1817)

Prestur, Dr.

Foreldrar: Guðmundur smiður (d. 1784) Eyjólfsson í Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum og f. k. hans Þorgerður Einarsdóttir frá Svínhaga á Rangárvöllum.

Tekinn í Skálholtsskóla 1778, stúdent þaðan 20. apr. 1780, með prýðilegum vitnisburði, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. okt. 1783, tók próf í heimspeki 16. nóv. 1784, í málfræði 29. apríl 1786, embættispróf í guðfræði 6. maí 1789, öll með 1. einkunn, hafði 1.febr.1789 fengið vist í Borchskollegium um 5 ár, varð umsjónarmaður þar 1793, hlaut doktorsnafnbót 15. júní s. á. fyrir ritgerðina „Vindicia Diocletiani contra Lactantium“, þýddi Lærdómsbók eftir N. E. Balle, sem Hannes byskup Finnsson yfirfór síðan og pr. var í fyrsta sinn í Leirárgörðum 1796. Varð 30. maí 1794 prestur í Noregi, síðast í Löitenprestakalli á Heiðmörk, og þar andaðist hann.

Kona: Christine Sörine Marie Wollum (d. 2. dec. 1857, 90 ára); af þeim er komið merkt kyn í Noregi (Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.