Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gunnarsson

(28. maí 1874–23. nóv. 1922)

Ritstjóri o. fl.

Foreldrar: Gunnar kaupm. Einarsson (alþm. í Nesi, Ásmundssonar) og f. k. hans Jóna Sigurðardóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1891, stúdent þaðan 1897, með 3. einkunn (43 st.), að afloknu heimspekiprófi í prestaskóla næsta ár, sinnti hann fyrst skrifstofustörfum og verzlun. Ritstjóri eða ábyrgðarmaður að ýmsum blöðum og tímaritum (Landvarnar 1903, Sumargjafar 1905–8, Fjallkonu 1907, Unga Íslands 1906–10, Hugins 1907–8, Æringja 1908, Vísis 1910–14, Vikunnar 1912, Vísis-drengsins Rv. 1913–14, Þjóðar 1914–15, Fjallkonutíðinda 1915, Frétta 1915–16, Minnisbókar bænda 1921).

Sá um: Handbók fyrir hvern mann, Rv. 1903 (6. pr. 1922).

Hann sinnti og um hríð bókagerð. Var síðast bóndi í Gröf í Breiðuvík.

Kona 1: Anna Hafliðadóttir, Guðmundssonar.

Dóttir þeirra: Anna dó óg. og bl.

Kona 2: Margrét Hjartardóttir Líndals að Núpi í Miðfirði.

Börn þeirra: Hjörtur (drukknaði ókv.), Ragnheiður (Skýrslur; Óðinn XIX; Unga Ísl., 21. árg.).

Einar Gunnlaugsson (18. apr. 1851–9. ág. 1942). Bóndi.

Foreldrar: Gunnlaugur Bjarnason á Flögu í Breiðdal og kona hans Helga Þorvarðsdóttir á Höskuldsstöðum. Bjó lengstum á Höskuldsstöðum (frá 1888).

Atorkumaður mikill og iðjusamur, smiður góður, bætti mjög jörð sína, fjárhirðir ágætur.

Kona (19. júlí 1890): Margrét (f. 16. júlí 1864, d. 21. sept. 1923) Jónsdóttir prests á Klifstað, Jónssonar.

Sonur þeirra: Dr. Stefán prófessor í Baltimore vestan hafs (Óðinn XX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.