Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Gilsson

(14. öld)

Lögmaður norðan og vestan 1367–9. Faðir (?): Gils Einarsson (Gíslasonar, Böðvarssonar).

Mun hafa verið sýslumaður í Húnavatnsþingi. Mun fyrst hafa búið að Reykjum í Tungusveit, en síðar í Húnavatnsþingi. Var skáld (sjá Bps. bmf. I–II, þar eru pr. kvæði eftir hann: 2 kvæði um Guðmund byskup Arason og Selkolluvísur). Orkti rímu af Ólafi helga, sem enn er til, pr. í FJ. Rímnasafni.

Æignaðar hafa honum og verið (af SD.) vísur í yngri handritum Njálu og jafnvel öðrum Íslendingasögum.

Kona: Arnfríður (Helgadóttir?). Synir hans: Dálkur í Bólstaðarhlíð, má vera og Helgi prestur og Jón prestur (Lögm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.