Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Friðriksson

(13. apr. 1840–6. sept. 1929)

Bóndi.

Foreldrar: Friðrik Þorgrímsson í Hrappsstaðaseli í Fljótsheiði og kona hans Guðrún Einarsdóttir í Svartárkoti, Ásmundssonar. Bjó á Syðri Neslöndum við Mývatn 1868–TI1, í Svartárkoti í Bárðardal í 24 ár, en frá 1895 í Reykjahlíð.

Varð kunnur af því, að hann flutti frjóvguð silungshrogn úr Mývatni í Svartárvatn, og heppnaðist vel.

Kona (1868): Guðrún Jónsdóttir í Baldursheimi, Illugasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón, Illugi, Guðrún átti Þorstein Jónsson, Sigurður, öll búandi í Reykjahlíð, Ísfeld á Kálfaströnd, Þuríður átti Þórhall Hallgrímsson í Vogum, Jónas í Álptagerði, María (Óðinn XVI; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.