Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Friðgeirsson

(2. jan. 1863–12. maí 1929)

Prestur.

Foreldrar: Friðgeir söðlasmiður Olgeirsson í Garði í Fnjóskadal og kona hans Anna Ásmundsdóttir að Þverá í Dalsmynni, Gíslasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 2. einkunn (75 st.), próf úr prestaskóla 1887, með 1. einkunn (45 st.). Vígðist 11. sept. 1887 aðstoðarprestur síra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum, fekk Borg 18. júlí 1888 og hélt til æviloka. Prófastur í Mýrasýslu 1892–1902. Var vel hagmæltur (kvæði í Óðni, með dulnefni „Fnjóskur “). Rit önnur eru eftir hann í Kirkjubl., Nýju kirkjubl., Óðni, 100 hugvekjum, ræðu í útfm. Björns Ásmundssonar að Svarfhóli, Rv. 1925; þýð. S. Tromholt: Förin til tunglsins, Rv. 1884.

Kona (1888): Jakobína (f. 15. okt. 1861, d. 14. mars 1943) Sigurgeirsdóttir á Galtarstöðum, Jónssonar (prests í Reykjahlíð, síðast Kirkjubæ, Þorsteinssonar).

Börn þeirra, sem upp komust: Ólöf, Grímur starfsmaður í samb. ísl. samvfél., Geir stúdent, Egill að Langárfossi, Þorlákur starfsmaður hjá tollstjóra í Rv. (Óðinn XXvV; Bjarmi, 23. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.