Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Eyjólfsson, Þveræingur

(10. og 11. öld)

Bóndi að Þverá efri (þ.e. Munkaþverá), skáld.

Foreldrar: Eyjólfur á Möðruvöllum í Eyjafirði Valgerðarson (þ. e. Einarsson, Auðunarsonar rotins) og kona hans Hallbera Þóroddsdóttir hjálms.

Bróðir: Guðmundur hinn ríki.

Kona: Guðrún Klyppsdóttir hersis, Þórðarsonar, HörðaKárasonar.

Börn þeirra: Klyppur, Þorleifur, Áslákur, Járn-Skeggi að Þverá, Hallfríður átti Snorra goða Þorgrímsson, Jórunn s.k. Þorkels Geitissonar í Krossavík, Halldóra átti Þórarin sæling Þórisson, Helga átti fyrr Ljót Síðu-Hallsson, en varð síðar s.k. Þorgils Arasonar að Reykhólum, Valgerður átti Grím Oddason, Ásólfssonar, Vigdís hefir átt Ketil Þorvaldsson króks (SD.). Einar kemur víða við frásagnir, talinn spekingur að viti, úrræðagóður, en tortryggur. Er enn haldið á lopt ummælum hans sumum (sjá einkum Ljósv.; Vígagl.; Landn.). Eftir hann eru 2 erindi (í Vígagl. og Ólafss. helga).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.