Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Pétursson

(um 1660–1742)

Prestur.

Foreldrar: Síra Pétur Gizurarson að Ofanleiti og Vilborg Kláusdóttir lögsagnara að Hólmum í Landeyjum, Eyjólfssonar. Stúdent úr Skálholtsskóla og var í 11% ár sveinn Þórðar byskups Þorlákssonar, vígðist að Breiðavíkurþingum 16. dec. 1688; bjó þar í Brekkubæ. Fekk Fljótshlíðarþing 1693; varð að segja af sér prestskap 1717 vegna geðbilunar, en batnaði brátt. Var millibilsprestur í Odda 1725–6, fekk veiting fyrir Reykjadal í Ytra hrepp 27. sept. 1726 (afhentur staðurinn 7. júní 1727), en varð að hverfa þaðan 1728 fyrir síra Þórði Jónssyni, bjó síðan um hríð embættislaus á eignarjörð sinni Heylæk í Fljótshlíð, en þar hafði hann áður búið, unz hann fekk Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 5. maí 1732 (tók við til fulls þar í maí 1733).

Kona 1: Sigrún (f. um 1672, d. 1707) Ólafsdóttir að Heylæk, Árnasonar.

Börn þeirra, er upp komust: Ólafur að Heylæk, Ólöf miðkona Bjarna Þorlákssonar í Öndverðanesi í Grímsnesi, Ingibjörg kona Teits Gottskálkssonar að Sandhólaferju, Vilborg kona Snorra lögréttumanns Böðvarssonar að Æisíðu.

Kona 2: Ragnheiður (f. um 1657, d. 1739) Markúsdóttir sýslumanns að Ási í Holtum, ekkja síra Þorvalds Björnssonar í Stóra Dal, en sambúð þeirra var svo stirð, að hann bilaði á geðsmunum, og skildu þau samvistir, og komst hann þá til heilsu aftur. Þau voru bl. Hann var talinn maður siðprúður og stöðugur (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.