Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Eyjólfsson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður eða lögsagnari í Dal undir Eyjafjöllum.

Faðir: Eyjólfur lögmaður Einarsson.

Kona: Hólmfríður Erlendsdóttir sýslumanns í Rangárþingi, Erlendssonar.

Börn þeirra: Eyjólfur í Dal, Sesselja átti Markús Jónsson að Núpi „undir Eyjafjöllum, Guðríður óg. og bl., Erlendur að Höfðabrekku /og Sólheimum. Hólmfríður (ekkja Einars átti síðar Jón sýslumann og skáld í Næfurholti Hallsson.

Sonur þeirra hét og Erlendur (hórgetinn, sjá dóm í Alþb., IT) og bjó að Stórólfshvoli; hefir þetta ruglað sagnamenn fyrri tíma (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.