Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Eiríksson

(– –um 1609)

Sýslumaður (1550). lengstum lögréttumaður.

Foreldrar: Eiríkur prestur í Reykholti Jónsson á Hvanneyri (Þórðarsonar) og Steinunn Jónsdóttir. Bjó á Hvanneyri.

Kona 1: Sigríður yngri Finnsdóttir á Ökrum, Arnórssonar; áttu 1 barn, sem komst ekki upp.

Kona 2: Bergljót Hallsdóttir í Hjörsey, Ólafssonar.

Börn þeirra: Sesselja átti Sigurð Ásgeirsson prests að Lundi, Hákonarsonar, Guðbjörg átti Nikulás (bróður hans), Steinunn átti Ara Guðmundsson í Flatatungu, síra Ólafur að Helgafelli, síra Jón rektor að Hólum og Skálholti, Sigríður (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.