Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Einarsson

(– –um 1623)

Prestur. Er orðinn prestur 1588. Hefir líklega fyrst verið að Upsum, en um 1590 fengið Nes. Líklega er hann sá síra Einar, sem var prestur í Grímsey árin 1603–6 (og oft þessi ár fekk hann styrk af tillagi til fátækra presta). En 1607 fekk hann Kvíabekk og er þar enn 1623; er talinn hafa misst prestskap fyrir hórdómsbrot og hafi þá flutzt að Bakka í Ólafsfirði.

Kona hans er nefnd Guðfinna.

Börn þeirra: Síra Jón síðast að Tjörn í Svarfaðardal, Eyjólfur, Unnur átti fyrst síra Gottskálk Jónsson á Barði, síðar Guðmund nokkurn, langafa síra Eyjólfs Sigurðssonar á Brúarlandi (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.