Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Einarsson

(um 1729– –)

Skipherra, stúdent.

Faðir: Einar Jónsson í Reykjarfirði á Ströndum. Mun hafa alizt upp hjá Einari lögréttumanni Einarssyni í Svínárnesi, tekinn í Skálholtsskóla 1748, stúdent 15. maí 1752, með ágætum vitnisburði, fekk predikunarleyfi 25. maí 1754, var í þjónustu Sigurðar alþingisskrifara Sigurðssonar að Hlíðarenda 1754–6.

Lagt var fyrir hann 1755 að verða prestur á Stað í Súgandafirði, en hann neitaði að taka við því. Það er bert af bréfi Sigurðar alþingisskrifara 23. febr. 1756 til Magnúsar amtmanns Gíslasonar, að Einar hefir verið samfeðra bróðir síra - Þorbergs á Eyri í Skutulsfirði, og hefir Sigurður látið sér mjög annt um hann, vill að hann fái Eyri eftir síra Þorberg, enda henti honum betur að vera prestur til sjávar en sveitar.

Líklegast er talið, að hann sé Einar sá, er skipherra var 1761 á „Haffrúnni“, sem stjórnin yfir nýju verksmiðjunum lét smíða í Örfirisey á árunum 1752–5, og hafi hann tekið við skipstjórn á „Haffrúnni“ um 1756 eða skömmu síðar. Eftir Einar skipherra Einarsson eru vísur í Lbs. 269, 4to. Mun hafa andazt ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.