Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Einarsson

(4. jan. 1792 – 14. apríl 1865)

. Skáld. Foreldrar: Einar (d. 31. okt. 1824, 79 ára) Einarsson í Gröf og síðar á Harrastöðum í Miðdölum og kona hans Guðrún (d. 14. júlí 1821, 72 ára) Guðnadóttir úr Ólafsvík. Bóndi á Harrastöðum í Miðdölum. Talinn gáfaður maður og einn hinn snjallasti hagyrðingur um Dali á sinni tíð. Kona: Þuríður (d. 12. febr. 1860, 63 ára) Magnúsdóttir frá Rifi á Snæfellsnesi.

Dóttir þeirra: Guðný átti Jónas Jóhannesson á Harrastöðum (kirkjubækur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.