Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Einarsson
(20. júlí 1649–21. okt. 1690)
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Illugason á Reynivöllum og kona hans Guðríður Einarsdóttir í Ásgarði í Hvammssveit, Teitssonar. Lærði fyrst hjá föður sínum og síra Eyjólfi Jónssyni að Lundi, tekinn í Skálholtsskóla 1661, stúdent þaðan 1664, var síðan hjá foreldrum sínum, fór utan 1669, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. nóv. s.á., varð attestatus, fór heim 1671 og var hjá foreldrum sínum næsta ár, heyrari í Skálholti 3 ár (1672–5), mjög handgenginn Brynjólfi byskupi Sveinssyni, vígðist kirkjuprestur í Skálholti 1675 (líkl. 13. maí), fekk Garða á Álptanesi 1678 og hélt til dauðadags, fekk að vísu veiting konungs fyrir Hítardal 24. ág. 1689, en náði ekki að flytjast þangað, með því að hann veiktist á ferðalagi og andaðist að Hólmi í Seltjarnarneshreppi. Hann var prófastur í Kjalarnesþingi frá 1681 til dauðadags. Hann hefir lagt út kafla um hvalarekstur úr bók síra Lúkasar Debes, „Færoa reserata“ (Brynj. byskups Sveinss., AM. 281, fol.). Hann var mikill gáfumaður, andríkur og mælskur kennimaður, valmenni, virtur og elskaður af öllum.
Kona (1680): Þóra Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Hún átti skömmu eftir lát manns síns (2. dec.) tvíbura, og önduðust báðir skömmu síðar og hún einnig.
Börn þeirra, er upp komust: Margrét átti fyrst Benedikt sýslumann Bech, síðan Guðmund rektor Steinsson Bergmann, síðast síra Björn Magnússon á Grenjaðarstöðum (miðkona hans), Málmfríður átti Sigurð sýslumann eldra Sigurðsson í Árnesþingi (s.k. hans), Ingibjörg átti Sigurð sýslumann yngra Sigurðsson í Mýrasýslu, Halldóra óg. (dó háöldruð), Brynjólfur stúdent (HÞ.; Saga Ísl. V; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Illugason á Reynivöllum og kona hans Guðríður Einarsdóttir í Ásgarði í Hvammssveit, Teitssonar. Lærði fyrst hjá föður sínum og síra Eyjólfi Jónssyni að Lundi, tekinn í Skálholtsskóla 1661, stúdent þaðan 1664, var síðan hjá foreldrum sínum, fór utan 1669, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. nóv. s.á., varð attestatus, fór heim 1671 og var hjá foreldrum sínum næsta ár, heyrari í Skálholti 3 ár (1672–5), mjög handgenginn Brynjólfi byskupi Sveinssyni, vígðist kirkjuprestur í Skálholti 1675 (líkl. 13. maí), fekk Garða á Álptanesi 1678 og hélt til dauðadags, fekk að vísu veiting konungs fyrir Hítardal 24. ág. 1689, en náði ekki að flytjast þangað, með því að hann veiktist á ferðalagi og andaðist að Hólmi í Seltjarnarneshreppi. Hann var prófastur í Kjalarnesþingi frá 1681 til dauðadags. Hann hefir lagt út kafla um hvalarekstur úr bók síra Lúkasar Debes, „Færoa reserata“ (Brynj. byskups Sveinss., AM. 281, fol.). Hann var mikill gáfumaður, andríkur og mælskur kennimaður, valmenni, virtur og elskaður af öllum.
Kona (1680): Þóra Torfadóttir prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Hún átti skömmu eftir lát manns síns (2. dec.) tvíbura, og önduðust báðir skömmu síðar og hún einnig.
Börn þeirra, er upp komust: Margrét átti fyrst Benedikt sýslumann Bech, síðan Guðmund rektor Steinsson Bergmann, síðast síra Björn Magnússon á Grenjaðarstöðum (miðkona hans), Málmfríður átti Sigurð sýslumann eldra Sigurðsson í Árnesþingi (s.k. hans), Ingibjörg átti Sigurð sýslumann yngra Sigurðsson í Mýrasýslu, Halldóra óg. (dó háöldruð), Brynjólfur stúdent (HÞ.; Saga Ísl. V; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.