Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Egilsson

(17. öld)

Prestur. Ekki er kunn framætt hans, en tímans vegna gæti hann verið sonur Egils Ólafssonar á Skammbeinsstöðum og konu hans Höllu Torfadóttur á Stóru Völlum á Landi, Erlendssonar, Prestur er hann orðinn 19. jan. 1627 (líklega aðstoðarprestur einhverstaðar í Árnesþingi), en fekk Ólafsvöllu 21. maí 1628. Hann átti erjur við sum sóknarbörn sín, einkum konu eina, sem meðal annars kærði hann fyrir að hafa veitt sér blandað messuvín (Gísla byskups Oddssonar).Hann missti prestskap 1638 fyrir hórdómsbrot með Þjóðbjörgu Jónsdóttur (sjá sakeyrisreikninga Árnesþings 1638–9). Hann bjó síðan um hríð á Stóra Botni í Hvalfirði og kom sér heldur illa við sóknarprest sinn, síra Hallgrím Pétursson, sem orkti um hann skopvísu. Árið 1664 bjó hann á Reynivöllum í Kjós.

Síðar hefir hann flutzt að Litla Botni og líklega andazt þar skömmu eftir 1670. Hann hafði viðurnefni „sómi“ (sjá vísu síra Hallgríms). Hann var söngmaður mikill.

Kona: Aldís Ingimundardóttir (hún bjó í Sarpi í Skorradal 1681). Nefndar eru tvær dætur þeirra: Þorbjörg óg., var síðast veizlukerling í Skálholti (d. um 1711), Valgerður var á verðgangi (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.