Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Brynjólfsson, yngri

(um 1752–1793)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson í Hjálmholti og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir lögréttumanns á Suðurreykjum í Mosfellssveit, Tekinn í Skálholtsskóla 1765, en fór utan 1768 og var tekinn í Hróarskelduskóla, stúdent þaðan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. júlí 1774. Lítt mun hann hafa sinnt námi og gerðist eyðslumaður mikill, svo að hann var að lokum leystur út vegna skulda og sendur heim. Hann bjó síðast að Hlíðarenda í Ölfusi og drukknaði í Hólmsós, ókv. og bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.