Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Brynjólfsson, eldri

(í dec. 1736–21. febr. 1785)

Lögsagnari.

Foreldrar: Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson í Hjálmholti og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir lögréttumanns að Suðurreykjum í Mosfellssveit, Ísleifssonar. Stúdent úr Hólaskóla 1767, var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. dec. s. á. Hann var lögsagnari föður síns, síðasta veturinn sem hann lifði (1770–1) og bjó þá í Haga í Gnúpverjahreppi, en síðar (frá 1772) á Barkarstöðum í Fljótshlíð, 1782 varð hann umboðsmaður Skógaog Merkureigna og fluttist þá að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann var lengi þjáður af brjóstveiki, andaðist snögglega á ferðalagi (að Stórólfshvoli), talinn vel gefinn maður og rausnsamur.

Kona (1772): Jórunn Sigurðardóttir alþingisskrifara að Hlíðarenda; þau bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.