Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Brynjólfsson

(15. og 16. öld)

Lögréttumaður og lögsagnari að Espihóli.

Foreldrar: Brynjólfur að Espihóli Magnússon (Benediktssonar, Brynjólfssonar) og kona hans Ólöf Jónsdóttir (líkl. systir Arnfinns sýslumanns). Hann var stórbóndi og í röð fyrirmanna.

Kona: Solveig Grímsdóttir sýslumanns á Möðruvöllum, Pálssonar.

Börn þeirra: Jón að Espihóli, Sigríður f. k. Nikulásar sýslumanns Þorsteinssonar, Málmfríður, Arnfinnur (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.