Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arngrímur Jónsson
(um 1600–1. nóv. 1676?, enn á lífi 1675)
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Arngrímsson á Barði og Vigdís Styrkársdóttir prests að Vesturhópshólum, Hallssonar. Prestvígður um 1623, líkl. aðstoðarprestur föður síns, en 1627 hefir hann farið að Hólum og gegnt þar að einhverju leyti kirkjuprestsstörfum. Þorlákur byskup setti hann 4. júní 1630 til þess að gegna prestsþjónustu í Miklabæ í Blönduhlíð (Silfrastöðum og Víðimýri). en vart mun sú þjónusta hafa staðið lengur en 1 ár, og um 1632–40 mun hann gegnt hafa aðstoðarprestsstarfi í Miklabæ í Óslandshlíð og Hofssókn og að fullu árin 1640–4, en Viðvíkursókn jafnframt fyrir og um 1640. Árið 1644 mun hann hafa fengið Ríp í Hegranesi og þjónað til elliára. En hin síðustu ár virðast sóknarmenn hans hafa orðið óánægðir með hann, og 17. sept. 1673 leitaði byskup vitneskju um hann í sókninni, en sóknarmenn svöruðu, að þeim virtist hann ekki fær til prestskapar. Vildi þá byskup fá hann til að taka sér aðstoðarprest, en síra Arngrímur svaraði með þjósti 3. okt. s. á., að hann vildi ekki annan aðstoðarprest en Sigurð, son sinn, en byskup neitaði, með því að hann væri lítt lærður og lítt hæfur til prestskapar, enda hefði ekki lokið námi að fullu. Varð af þessu rimma, og gerði síra Arngrímur kröfu um peningatillag fyrir þjónustu Miklabæjarkirkju í Óslandshlíð.
Var þá annar prestur látinn gegna Ríp, gegn synjan síra Arngríms, og þó hét síra Arngrímur að lokum að fara frá Ríp (1674). með því að byskup hét honum Syðra-Vallholti til ábúðar. Svo fór á prestastefnu á Flugumýri 18. maí 1675, að síra Arngrímur var dæmdur frá prestskap. Talinn er hann hafa dvalizt síðast á Frostastöðum; dánarár vita menn ekki, en talinn er hann hafa drukknað í Hjaltadalsá 1. nóv. 1676, á leið að Frostastöðum.
Kona: Guðný Halldórsdóttir.
Börn þeirra: Sigurður, er nefndur hefir verið, Tómas lögréttumaður á Syðri Brekkum, Gísli, tvær dætur ónafngreindar, taldar hafa búið í Beingarði í Hegranesi (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Arngrímsson á Barði og Vigdís Styrkársdóttir prests að Vesturhópshólum, Hallssonar. Prestvígður um 1623, líkl. aðstoðarprestur föður síns, en 1627 hefir hann farið að Hólum og gegnt þar að einhverju leyti kirkjuprestsstörfum. Þorlákur byskup setti hann 4. júní 1630 til þess að gegna prestsþjónustu í Miklabæ í Blönduhlíð (Silfrastöðum og Víðimýri). en vart mun sú þjónusta hafa staðið lengur en 1 ár, og um 1632–40 mun hann gegnt hafa aðstoðarprestsstarfi í Miklabæ í Óslandshlíð og Hofssókn og að fullu árin 1640–4, en Viðvíkursókn jafnframt fyrir og um 1640. Árið 1644 mun hann hafa fengið Ríp í Hegranesi og þjónað til elliára. En hin síðustu ár virðast sóknarmenn hans hafa orðið óánægðir með hann, og 17. sept. 1673 leitaði byskup vitneskju um hann í sókninni, en sóknarmenn svöruðu, að þeim virtist hann ekki fær til prestskapar. Vildi þá byskup fá hann til að taka sér aðstoðarprest, en síra Arngrímur svaraði með þjósti 3. okt. s. á., að hann vildi ekki annan aðstoðarprest en Sigurð, son sinn, en byskup neitaði, með því að hann væri lítt lærður og lítt hæfur til prestskapar, enda hefði ekki lokið námi að fullu. Varð af þessu rimma, og gerði síra Arngrímur kröfu um peningatillag fyrir þjónustu Miklabæjarkirkju í Óslandshlíð.
Var þá annar prestur látinn gegna Ríp, gegn synjan síra Arngríms, og þó hét síra Arngrímur að lokum að fara frá Ríp (1674). með því að byskup hét honum Syðra-Vallholti til ábúðar. Svo fór á prestastefnu á Flugumýri 18. maí 1675, að síra Arngrímur var dæmdur frá prestskap. Talinn er hann hafa dvalizt síðast á Frostastöðum; dánarár vita menn ekki, en talinn er hann hafa drukknað í Hjaltadalsá 1. nóv. 1676, á leið að Frostastöðum.
Kona: Guðný Halldórsdóttir.
Börn þeirra: Sigurður, er nefndur hefir verið, Tómas lögréttumaður á Syðri Brekkum, Gísli, tvær dætur ónafngreindar, taldar hafa búið í Beingarði í Hegranesi (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.