Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Brandsson

(um 1445– 1494)
. Lögsagnari eða ef til vill sýslumaður, Faðir: Brandur Þórólfsson „biskups“ (elzta), Þorleifssonar prests í Glaumbæ, Bergþórssonar, Brandssonar, Bergþórssonar, Einarssonar auðmanns, Auðunarsonar (Kárasonar ábóta á Þingeyrum). Einar kemur við bréf 1474–94. Var í fremri röð lögréttumanna, umboðsmaður Þorleifs hirðstjóra Björnssonar 1483 og jafnvel 1480–86, sýslum. í Barðastrandarsýslu; síðan umboðsmaður Ingveldar Helgadóttur (að Þorleifi látnum). Bjó á Álftanesi á Mýrum (eignarjörð Þorleifs og Ingveldar) 1480–94. Kemur síðast við bréf 1. júlí 1494. Sonur hans: Brandur (í Litla-Skarði?) lögréttumaður 1502–19, enn á lífi 9. jan. 1520; hefir dáið það ár; faðir Halldórs lögrm. í Hjarðarholti, Agnesar (konu Guðmundar Salómonssonar) og Helga föður Guðmundar (d. 1602) lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði vestra; þaðan fjölmennar ættir (þetta er leiðrétting á fyrri ættfærslum, sem sums staðar reynast rangar) (Dipl. Isl, V–VII; BB. Sýsl. II, 298; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.