Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Björnsson

(– –1494)

„Jungkæri“.

Foreldrar: Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri að Skarði og kona hans Ólöf Loptsdóttir ríka. Bjó um hríð að Auðkúlu, en síðar að Skarði á Skarðsströnd. Var maður stórbrotinn, sem þeir frændur fleiri, tók þátt í Miklabæjarráni 1476, með síra Sigmundi Steinþórssyni, en bætti það við Ólaf byskup Rögnvaldsson, átti deilur miklar við þá mága Bjarna Þórarinsson að Brjánslæk og Andrés Guðmundsson að Felli.

Árið 1491 beiddist alþingi þess, að konungur gerði hann að hirðstjóra á Íslandi, en ekki verður þess vart, að svo hafi orðið, enda talið, að hann hafi dáið utanlands. Ókv. og bl. (Dipl. Isl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.