Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Björnsson

(1755–15. maí 1820)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Magnússon á Grenjaðarstöðum og þriðja kona hans Elín Bendiktsdóttir lögmanns, Þorsteinssonar. F. á Grenjaðarstöðum. Lærði í Hólaskóla, fekk Klifstað 23. sept. 1775, vígðist 1. okt. s. á. (taldi sig þá 25 ára). Hann reyndi oft að komast frá Klifstað, enda vegnaði þar mjög illa, var jafnvel á verðgangi, og styrk fekk hann af gjafafé 1785, en 1795 af konungsfé til kirkjuviðreisnar.

Fekk Ás í Fellum 1799, en fór þangað ekki, heldur fekk Hofteig 24. sept. s.á., Þingmúla, í skiptum við síra Sigfús Finnsson, 24. júlí 1815, og var þar til dauðadags. Hann var einkennilegur maður í hátterni og fasi, við og við hálfsturlaður á geðsmunum og nokkuð brokkgengur.

Kona 1 (22. júní 1776): Þórunn (d. 6. júlí 1803, nál. 52 ára) Þorgrímsdóttir að Skógum í Öxarfirði, Jóakimssonar. Þau áttu 8 börn, en einungis ein dóttir þeirra komst upp.

Kona 2 (16. maí 1806): Kristín (d. 1825) Einarsdóttir lögréttumanns í Berufirði, Jónssonar (og var hún ekkja); þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.