Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Bjarnason

(um 1696– um 1723)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Einarsson að Ási í Fellum og kona hans Guðrún Stefánsdóttir prests og skálds í Vallanesi, Ólafssonar. F. að Ási. Tekinn í Skálholtsskóla 1709, stúdent þaðan 1715, fór utan 1719, en eigi lauk hann embættisprófi. Vígðist 7. sept. 1721 aðstoðarprestur móðurbróður síns, síra Þorvalds Stefánssonar að Hofi í Vopnafirði.

Hann var til heimilis hjá Birni sýslum. Péturssyni að Burstarfelli, lofaðist Gróu dóttur hans, en andaðist áður en þau yrðu gefin saman, og giftist hún síðar Högna Eiríkssyni á Þorbrandsstöðum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.