Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Bjarnason

(4. júlí 1782–7. sept. 1856)

Fræðimaður og skáld.

Foreldrar: Bjarni Bjarnason á Brúnastöðum í Tungusveit og Hallfríður Einarsdóttir á Silfrastöðum, Jónssonar. Er lengstum kenndur við Starrastaði eða Mælifell, fæddist að Umsvölum í Blönduhlíð, d. að Hömrum í Tungusveit.

Skaddaðist ungur af hundsbiti á höndum og höfði.

Eftir hann er í handritum „Fræðimannatal“ (lítt frumlegt), kvæði og rímur af Geiraldi og Héðni, Randve fagra (sjá Lbs.), Tryggva karlssyni.

Launsonur hans með Bergljótu Jónsdóttur að Hömrum, Tómassonar: Guðmundur sýsluskrifari og skáld (Eimreiðin XIV; EB)j. Fræðimt.; Hallgr. Js. Viðauki Geirs Vigf. 375).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.