Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Benediktsson

(– –1524)

Ábóti. Faðir (?): Benedikt Jónsson (bróðir Brands lögmanns), fremur en Benedikt Ásgrímsson að Þverá (SD.).

Getur fyrst 1466 að Hólum og er þá prestur, kann að vera“ kirkjuprestur (má og vera rektor). Fekk Grenjaðarstaði 1471.

Ólafi byskupi Rögnvaldssyni þókti hann eigi halda skilmála þá, er fylgdu þeirri staðarveizlu, og kom til dóms 1479.

Mun hann þá hafa misst staðinn, en fekk bráðlega Skinnastaði og hélt til 1496, varð þá ábóti að Munkaþverá (vígðist 1497) og var það til æviloka.

Hélt þar skóla, svo sem gert hafði á Skinnastöðum (ef ekki áður).

Börn hans (með Guðrúnu Torfadóttur hirðstjóra, Arasonar): Finnbogi ábóti að Munkaþverá og líkl. Ólöf, sem fylgt mun hafa síra Pétri Pálssyni, síðar ábóta (Dipl. Isl.; 0. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.