Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Benediktsson

(31. okt. 1864–14. jan. 1940)

Sýslumaður, skáld.

Foreldrar: Benedikt sýslumaður Sveinsson að Héðinshöfða og kona hans Katrín Einarsdóttir umboðsmanns á Reynistað, Stefánssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, varð stúdent 1884 (tók 5. og 6. bekk á einu ári), með 2. einkunn (81 st.). Tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 18. maí 1892, með 2. einkunn (87 st.). Var síðan nokkur ár aðstoðarmaður föður síns. Ritstjóri Dagskrár 1896–8. Settur málflm. í landsyfirdómi 1898, fekk Rangárþing 9. sept. 1904, bjó þar að Hofi á Rangárvöllum, fekk lausn með eftirlaunum 30. apr. 1907. Átti síðan heima víða erlendis, í Skotlandi, Englandi, Noregi, Danmörku, Hamborg, Algier. Var síðan um hríð í Rv., en síðast í Herdísarvík og andaðist þar, jarðsettur á Þingvöllum á alþjóðarkostnað. Prófessor að nafnbót 14. júlí 1934. Ritstörf: Meðritstj. að Útsýn, 1892; sá um Sig. Breiðfjörð: Úrvalsrit, Kh. 1894; Sögur og kvæði, Rv. 1897 (2. pr. Rv. 1935); þýð. H. Ibsen: Pétur Gautur, Rv. 1901 (2. pr. 1922); Aldamótaljóð, Rv. 1900; Ný-valtýzkan og landsréttindin, Rv. 1902; Hafblik, Rv. 1906 (2. pr. 1935); Sannleiks gullkorn og fróðleiksmolar, Rv. 1910; Hrannir, Rv. 1913 (2. pr. Rv. 1935); Stjórnarskrárbreytingin, Rv. 1915; Thules Beboere, Kria 1918; Vogar, Rv. 1921; Hvammar, Rv. 1930; Ólafsríma Grænlendings, Rv. 1930; Úrvalsljóð, Rv. 1940.

Auk þessa eru greinar í tímaritum og blöðum.

Kona (15. júní 1899): Valgerður (f. 15. júní 1881) Einarsdóttir veitingamanns Zoöga í Rv.

Börn þeirra: Einar Valur stúdent, fór til Vesturheims, Margrét Svala átti lögfræðing (Moyse) í New York, Benedikt Örn, Ragnheiður Erla, Stefán Már verzlunarm. í Rv., Katrín Hrefna stúdent (BB. Sýsl.; KlJ; Lögfr.; Útfm., Rv. 1940; Skírnir, 1940; Valg. Benediktsson: Frásagnir, Rv. 1942; Menntamál, 17. árg.; sjá og fjölda greina í tímaritum og blöðum fyrr og síðar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.