Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Andrésson

(28. okt. 1814–2. júní 1891)

Bóndi o. fl.

Foreldrar: Andrés skáld og smiður Skúlason á Bakka í Viðvíkursveit og víðar og kona hans Þórunn Einarsdóttir járnsmiðs að Miðhúsum í Blönduhlíð. Talinn fróður maður og skemmtinn. Í Lbs. er eftir hann kveðskapur og uppskriftir nokkurar. Bjó fyrst að Bólu í Blönduhlíð, síðar í Minna Holti í Fljótum, síðast á Þorbrandsstöðum í Langadal.

Kona 1: Halldóra Bjarnadóttir.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Bessa skipstjóra Ásgrímsson í Siglufirði, Björn, Anna átti Jón Hróbjartsson, Valgerður átti Jón Jónsson að Hofi í Vatnsdal.

Kona 2: Margrét Gísladóttir, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Halldóra átti Jón Jónsson í Kirkjubæ á Skagaströnd, Guðrún átti Gunnar Jónsson að Yzta Gili, Einar á Geirastöðum, Skarphéðinn skáld, smiður og læknir í Mörk í Laxárdal, Sófonías á Æsustöðum í Langadal (JBf. Ritht.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.