Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Oddur) Gudjohnsen

(17. febr. 1849–3. júlí 1891)

Læknir.

Foreldrar: Pétur organleikari Guðjónsson í Rv. og kona hans Guðrún Sigríður Lárusdóttir kaupm. Knudsens í Rv.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1863, stúdent 1869, með 2. einkunn (49 st.), tók læknapróf tjá Jóni landlækni Hjaltalín 16. sept. 1872, með 2. einkunn betri (58 st., 10 námsgr.). Var í spítölum í Kh. 1872–3. Vann í Rv. í pósthúsi 1874–6. Varð 14. ág. 1876 héraðslæknir í 13. læknishéraði og var það til æviloka.

Átti heima í Vopnafirði og andaðist þar.

Kona 1 (9. júní 1877): Anna Sigríður (f. 6. ág. 1857, d. 9. ág. 1882) Stefánsdóttir prests að Vatnsfirði, Stephensens.

Börn þeirra: Guðrún Sigríður, Pétur, Stefán fór til Vesturheims, Anna Ragnheiður.

Kona 2 (24. júlí 1884): Ragnheiður (f. 10. okt. 1855, d. 26. maí 1930) alsystir f. k. hans.

Dóttir þeirra: Anna Sigríður (Skýrslur; Lækn.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.