Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar (Magnúsen) Jónasson

(3. júní 1872–23. mars 1937)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Jónas Guðmundsson að Staðarhrauni og kona hans Elinborg Kristjánsdóttir sýslumanns að Skarði, Skúlasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla (fyrst) 1886, stúdent 1898, með 2. einkunn (81 st.). Tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 2. febr. 1905, með 2. einkunn (91 st.). Varð síðan málflm. í Rv., aðstoðarm. í stjórnarráði um hríð. Fekk Barðastrandarsýslu í. sept. 1918, var vikið frá 6. jan. 1928.

Dvaldist síðan í Rv. til æviloka.

Kona: Ragnheiður Kristjánsdóttir verzlunarmanns Halls á Borðeyri.

Börn þeirra: Erna f. k. Sverris sagnfræðings Kristjánssonar, Birgir cand. phil., skrifstofum. í Rv., Sverrir cand. phil., listmálari, Agnar vélstjóri, Ragnheiður stúdent átti Tómas verzlunarfulltrúa Pétursson í Rv., Hjördís fór vestur um haf, átti þarlendan verkfræðing, Hulda fór og vestur um haf, átti og þarlendan verkfr. (Skýrslur; KlJ. Lögfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.